Leita í fréttum mbl.is

Vorverkin, þrestir og mannlíf

Þó að dagatalið segi að sumarið sé rétt byrjað, þá hefur veðurblíðan ýtt mörgum út í garðverkin.

Nú er rétti tíminn til að pæla garðinn sinn og undirbúa uppskeru sumarsins. Eplatré í blóma og gróskumiklir rabarbarabrúskar kalla okkur til verka. Þegar moldin er stungin upp koma þrestir og gæða sér á feitum möðkum. Allt eru þetta merki um hringrás lífsins og nýtt upphaf.

Áhugafólki um matjurtaræktun vil ég benda á að flest sveitarfélög eru að leigja garðlönd til matjurtaræktunar þessa dagana en þau auglýsa lítið, til að spara peninga. Það er hins vegar sjálfsagt að hringja og kanna málið, hver á sínum stað. Ennfremur heldur Garðyrkjufélag Íslands áfram að hafa milligöngu um leigu á garðlöndum í Reykjavík.

Enn er nægur tími til að fá sér garð, nú eða pæla sér reit í eigin garði eftir atvikum. Það er heldur ekkert náttúrulögmál að blómabeðin eigi að vera full af óætum skrautjurtum, svo að það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Megi sumarið vera gjöfult og sprettan góð.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband