Leita í fréttum mbl.is

Nú fitjum við upp fyrir mæðrastyrksnefnd

Engu barni skal vera kalt á fingrum í vetur er markmið vettlingasöfnunar Sölku og Eymundsson.

Mörg kunnum við að halda á prjónum og ekki er lengi verið að prjóna góða vettlinga. Auk þess er það frábær leið til að nýta garnafgangana sem hannyrðafólk á alltaf eitthvað af. Þau okkar sem ekki prjóna en eiga garn geta örugglega komið þeim í not, til dæmis í húsi Rauða krossins í Borgartúni. Þá geta aðrir sem kunna að prjóna en ekki eiga garn tekið upp þráðinn í bókstaflegri merkingu. Tekið er við vettlingum í bókaverslunum Eymundsson.

Nú skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að fitja upp og leggja þessu góða málefni lið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgit Raschhofer

Áttu þá nokkuð til vettlingauppskriftir?  sem þú gætir sent á tölvupósti? Þetta er mjög gott málefni - en uppskriftirnar þyrftu að vera smá á lausu líka...

Birgit Raschhofer, 5.11.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Lilja Sigrún Jónsdóttir

Sæl - það er eitthvað hér á þessum vef http://www.garnstudio.com/lang/dk/kategori_oversikt.php undir tilbehör. Svo eru prjónablöð og bækur á öllum bókasöfnum. Gangi þér vel.

Lilja Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband