Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
29.1.2009 | 12:32
Góðar fréttir fyrir Reykvíkinga
Matjurtagörðum fjölgað í borginni í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 23:52
Nytjagarðar á nýju ári
Þá er daginn farið að lengja og þegar hægt að fylgjast með hækkandi sól. Þakka viðbrögð við grein minni og könnun á hug fólks til ræktunar á eigin grænmeti. Mörg erindi hafa borist af höfuðborgarsvæðinu og hefur verið vakin athygli á þeim. Það eru umsóknir úr öllum póstnúmerum Reykjavíkur, auk Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kópavogs.
Nú er staðfest að fimm sveitarfélög bjóða garðlönd til leigu fyrir nytjagarða. Þau eru Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær og Vogar á Vatnsleysuströnd auk Reykjavíkur. Höfuðborgin hefur boðið garðlönd til leigu í Skammadal (í Mosfellsbæ) og þar sem börn hafa ekki fullnýtt landrými skólagarða býðst öðrum að leigja garða einnig. Þarna hefur eftirspurn ekki verið mikil en þjónustan lítið kynnt. Auk þess hefur lenging á skólaárinu tafið fyrir starfi skólagarða og þar með úthlutun afgangslóða. Vilji er til að gera betur þar nú og bíð ég spennt eftir að sjá hver útfærslan verður. Mosfellsbær býður upp á garðlönd til ræktunar við Skarhólabraut norðan við Úlfarsfell og treystir sér vel til að bæta við eftir þörfum. Nesbúar ræktuðu grænmeti í návígi við skapstyggar kríur hér áður fyrr en Seltjarnarnes hefur ekki leigt út garðlönd undanfarin ár.
Margir sem sýnt hafa áhuga þekkja slíka starfsemi erlendis frá og hef ég heyrt að sumstaðar beri sveitarfélögum jafnvel skylda til að leysa úr lóðaþörf ef nægilega stór hópur (etv. 12 manns) óska eftir garðlöndum. Gaman væri að fá frásagnir af slíku sem athugasemdir við þetta innlegg.
Það liggur fyrir að allir sem þegar hafa skráð sig eiga að geta fengið garð en ef margir eru enn að hugleiða og vilja láta í ljós áhuga, þá eru aðeins fáar vikur til stefnu. Undirbúningur garða og ræktunar hefst strax í febrúar. Til að rifja upp hversu fallegir slíkir garðar eru vil ég benda á myndaalbúm af skólagörðum.
Þeir sem enn hafa ekki sent inn skeyti en vilja gefa til kynna áhuga ættu því að drífa sig og senda skeyti á nytjagardar@gmail.com með beiðni um lóð (muna að gefa upp póstnúmer). Ennfremur gæti komið sér vel að heyra frá fólki sem hefur reynslu af ræktun og gæti hugsað sér að leiðbeina öðrum.
Næstu skref eru að stofna til samráðs við alla sem hafa óskað eftir lóðum hér í Reykjavík til að ræða þarfir þeirra, áhuga og framkvæmdaleiðir. Þegar það samstarf hefur tekið á sig ákveðnara form verður það kynnt hér nánar.
Hendið endilega á mig línu ef áhugi er fyrir landi eða lóð undir matjurtaræktun næsta sumar. Nú er tíminn til að skipuleggja og undirbúa. Það getur verið kjörið að fjölskyldur taki saman garð eða hafi með sér samstarf, þá má skipta með sér verkum eða skiptast á að vökva.
Með garðyrkjukveðjum, Lilja Sigrún Jónsdóttir.
Umhverfismál | Breytt 12.1.2009 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara