Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Nú fitjum við upp fyrir mæðrastyrksnefnd

Engu barni skal vera kalt á fingrum í vetur er markmið vettlingasöfnunar Sölku og Eymundsson.

Mörg kunnum við að halda á prjónum og ekki er lengi verið að prjóna góða vettlinga. Auk þess er það frábær leið til að nýta garnafgangana sem hannyrðafólk á alltaf eitthvað af. Þau okkar sem ekki prjóna en eiga garn geta örugglega komið þeim í not, til dæmis í húsi Rauða krossins í Borgartúni. Þá geta aðrir sem kunna að prjóna en ekki eiga garn tekið upp þráðinn í bókstaflegri merkingu. Tekið er við vettlingum í bókaverslunum Eymundsson.

Nú skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að fitja upp og leggja þessu góða málefni lið.

 


Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband