Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
30.12.2009 | 11:02
Gleðilegt ræktunarár framundan !
Þá er daginn farið að lengja aftur og ræktunaráhugafólk farið að huga að garðaskipulagi fyrir næsta sumar. Eitt af því sem kom glögglega í ljós á síðasta ári er aukinn áhugi á matjurtaræktun í þéttbýli, enda þurfti að þrefalda innkaup á matjurtafræi til landsins á árinu sem er að líða. Mörg sveitarfélög plægðu auk þess viðbótarland til ræktunar og önnuðu jafnvel ekki eftirspurn.
Enn og aftur kom gjafmildi íslenskrar náttúru mér á óvart þegar góður maður færði mér þessa skreytingu um jólin, með íslensku grænkáli og steinselju sem hafði verið stungið upp og kippt í skjól fyrir verstu frostunum. Það gladdi mitt ræktunarhjarta að sjá hvernig landið gefur af sér á öllum tímum árs. Við þurfum bara að vera reiðubúin að taka til hendinni, þiggja og nýta afurðirnar. Það eru sífellt fleiri að læra og kenna öðrum.
Gleðilegt ræktunarár 2010 !
Umhverfismál | Breytt 2.1.2010 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara