Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Gleðilegt ræktunarár framundan !

Þá er daginn farið að lengja aftur og ræktunaráhugafólk farið að huga að garðaskipulagi fyrir næsta sumar. Eitt af því sem kom glögglega í ljós á síðasta ári er aukinn áhugi á matjurtaræktun í þéttbýli, enda þurfti að þrefalda innkaup á matjurtafræi til landsins á árinu sem er að líða. Mörg sveitarfélög plJólaskreyting úr grænkáliægðu auk þess viðbótarland til ræktunar og önnuðu jafnvel ekki eftirspurn.

Enn og aftur kom gjafmildi íslenskrar náttúru mér á óvart þegar góður maður færði mér þessa skreytingu um jólin, með íslensku grænkáli og steinselju sem hafði verið stungið upp og kippt í skjól fyrir verstu frostunum. Það gladdi mitt ræktunarhjarta að sjá hvernig landið gefur af sér á öllum tímum árs. Við þurfum bara að vera reiðubúin að taka til hendinni, þiggja og nýta afurðirnar. Það eru sífellt fleiri að læra og kenna öðrum.

Gleðilegt ræktunarár 2010 !


Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband