Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
18.3.2009 | 13:35
Jákvætt skref hjá Akureyrarbæ
Frumkvæði Akureyrar er til fyrirmyndar, hvað varðar að auðvelda fyrstu sporin fyrir reynsluminni aðila. Vona að sem flest sveitarfélög sjái tækifærin í að bjóða upp á ræktunarland.
Garðlönd til ræktunar bjóðast víða en eru ekki mikið auglýst og háð frumkvæði hvers og eins að sækja um. Vonast til að góð nýting fáist í sumar á þeim og ef til vill má taka matjurtabeð í görðum víðar en nú er gert. Það má alltaf tyrfa aftur síðar, ef áhugi á ræktun dvínar.
Matjurtagarðar rjúka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 12:05
Að sækja um lóðir til ræktunar
Nú er daginn farið að lengja og tímabært að hugsa til matjurtaræktunar sumarsins.
Til að eftirspurn skili sér fljótt og vel til sveitarfélaga vil ég hvetja alla til að sækja um lóðir til ræktunar beint hjá sínu sveitarfélagi.
Ef viðkomandi sveitarfélag býður ekki upp á lóðir, þá er sjálfgert að gefa áhugann til kynna engu að síður. Það eru hlekkir til hliðar á síðunni á þau sveitarfélög sem frést hefur af görðum hjá.
Þau sem ætla að rækta í sumar geta óskað eftir að vera á póstlista í sumar (nytjagardar@gmail.com) þar sem hægt verður að senda fyrirspurnir og er hér með óskað eftir reynsluboltum sem eru reiðubúnir að vera til ráðgjafar á póstlistanum eða á vettvangi. Einnig er á fésbókinni hópur undir heitinu Ræktum garðinn okkar, en það umhverfi gefur möguleika á að fleiri setji inn efni. Þau sem hafa kartöflugeymslur til leigu fyrir næsta vetur, mega gjarnan senda okkur línu einnig.
Þessi starfsemi verður að vera sjálfbær, eins og ræktunin okkar. Sveitarfélögin hafa mörg tekið þessu vel og vonandi fá allir garða sem óska eftir þeim í ár.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara