Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
25.5.2010 | 08:54
Vorverkin, þrestir og mannlíf
Þó að dagatalið segi að sumarið sé rétt byrjað, þá hefur veðurblíðan ýtt mörgum út í garðverkin.
Nú er rétti tíminn til að pæla garðinn sinn og undirbúa uppskeru sumarsins. Eplatré í blóma og gróskumiklir rabarbarabrúskar kalla okkur til verka. Þegar moldin er stungin upp koma þrestir og gæða sér á feitum möðkum. Allt eru þetta merki um hringrás lífsins og nýtt upphaf.
Áhugafólki um matjurtaræktun vil ég benda á að flest sveitarfélög eru að leigja garðlönd til matjurtaræktunar þessa dagana en þau auglýsa lítið, til að spara peninga. Það er hins vegar sjálfsagt að hringja og kanna málið, hver á sínum stað. Ennfremur heldur Garðyrkjufélag Íslands áfram að hafa milligöngu um leigu á garðlöndum í Reykjavík.
Enn er nægur tími til að fá sér garð, nú eða pæla sér reit í eigin garði eftir atvikum. Það er heldur ekkert náttúrulögmál að blómabeðin eigi að vera full af óætum skrautjurtum, svo að það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Megi sumarið vera gjöfult og sprettan góð.
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara