Leita í fréttum mbl.is

Landnám til ræktunar í þéttbýli

Það er víðar en á Íslandi sem land er numið til að rækta grænmeti í eða nærri þéttbýli. Nú hefur breska drottningin einnig fengið sér matjurtagarð. Vona að græna bylgjan haldi áfram að breiðast út um borgina.

Á áhugaverðri síðu "City Farmer News" má lesa nánar um þetta og margt annað sem viðkemur ræktun í þéttbýli. Ef það er eitthvað sem við eigum nóg af í flestum sveitarfélögum, þá er það land. Vonandi hafa allir áhugasamir ræktendur sem óskuðu eftir skika til ræktunar í sumar, fundið sér pláss. Og þau sem enn eru að hugsa málið geta vel fengið sér stóran blómapott á svalirnar og ræktað þar t.d. kryddjurtir, spínat eða klettasalat svo eitthvað sé nefnt. Svo sprettur graslaukur og mynta eins og arfi að sjálfsögðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband