Leita í fréttum mbl.is

Að sækja um lóðir til ræktunar

Nú er daginn farið að lengja og tímabært að hugsa til matjurtaræktunar sumarsins.

Til að eftirspurn skili sér fljótt og vel til sveitarfélaga  vil ég hvetja alla til að sækja um lóðir til ræktunar beint hjá sínu sveitarfélagi.

Ef viðkomandi sveitarfélag býður ekki upp á lóðir, þá er sjálfgert að gefa áhugann til kynna engu að síður. Það eru hlekkir til hliðar á síðunni á þau sveitarfélög sem frést hefur af görðum hjá.

Þau sem ætla að rækta í sumar geta óskað eftir að vera á póstlista í sumar (nytjagardar@gmail.com) þar sem hægt verður að senda fyrirspurnir og er hér með óskað eftir reynsluboltum sem eru reiðubúnir að vera til ráðgjafar á póstlistanum eða á vettvangi. Einnig er á fésbókinni hópur undir heitinu Ræktum garðinn okkar, en það umhverfi gefur möguleika á að fleiri setji inn efni. Þau sem hafa kartöflugeymslur til leigu fyrir næsta vetur, mega gjarnan senda okkur línu einnig.

Þessi starfsemi verður að vera sjálfbær, eins og ræktunin okkar.  Sveitarfélögin hafa mörg tekið þessu vel  og vonandi fá allir garða sem óska eftir þeim í ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband