Færsluflokkur: Umhverfismál
25.5.2010 | 08:54
Vorverkin, þrestir og mannlíf
Þó að dagatalið segi að sumarið sé rétt byrjað, þá hefur veðurblíðan ýtt mörgum út í garðverkin.
Nú er rétti tíminn til að pæla garðinn sinn og undirbúa uppskeru sumarsins. Eplatré í blóma og gróskumiklir rabarbarabrúskar kalla okkur til verka. Þegar moldin er stungin upp koma þrestir og gæða sér á feitum möðkum. Allt eru þetta merki um hringrás lífsins og nýtt upphaf.
Áhugafólki um matjurtaræktun vil ég benda á að flest sveitarfélög eru að leigja garðlönd til matjurtaræktunar þessa dagana en þau auglýsa lítið, til að spara peninga. Það er hins vegar sjálfsagt að hringja og kanna málið, hver á sínum stað. Ennfremur heldur Garðyrkjufélag Íslands áfram að hafa milligöngu um leigu á garðlöndum í Reykjavík.
Enn er nægur tími til að fá sér garð, nú eða pæla sér reit í eigin garði eftir atvikum. Það er heldur ekkert náttúrulögmál að blómabeðin eigi að vera full af óætum skrautjurtum, svo að það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Megi sumarið vera gjöfult og sprettan góð.
2.1.2010 | 10:50
Fínt færi á Tjörninni í gær
Það var fjöldi fólks sem naut útivistar á Tjörninni í gær, bæði á skautum og gangandi. Það sást m.a.s. gamaldags skíðissleði á svæðinu, hvað þá annað. Fyrir þau sem yngri eru, þá er það alveg ný upplifun að vera utanhúss á skautum og að læra að lesa ísinn, hvar hann er öruggur og hvar ekki. Góð byrjun á nýju ári.
Skautasvell á Tjörninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2009 | 11:02
Gleðilegt ræktunarár framundan !
Þá er daginn farið að lengja aftur og ræktunaráhugafólk farið að huga að garðaskipulagi fyrir næsta sumar. Eitt af því sem kom glögglega í ljós á síðasta ári er aukinn áhugi á matjurtaræktun í þéttbýli, enda þurfti að þrefalda innkaup á matjurtafræi til landsins á árinu sem er að líða. Mörg sveitarfélög plægðu auk þess viðbótarland til ræktunar og önnuðu jafnvel ekki eftirspurn.
Enn og aftur kom gjafmildi íslenskrar náttúru mér á óvart þegar góður maður færði mér þessa skreytingu um jólin, með íslensku grænkáli og steinselju sem hafði verið stungið upp og kippt í skjól fyrir verstu frostunum. Það gladdi mitt ræktunarhjarta að sjá hvernig landið gefur af sér á öllum tímum árs. Við þurfum bara að vera reiðubúin að taka til hendinni, þiggja og nýta afurðirnar. Það eru sífellt fleiri að læra og kenna öðrum.
Gleðilegt ræktunarár 2010 !
Umhverfismál | Breytt 2.1.2010 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2009 | 10:51
Nú fitjum við upp fyrir mæðrastyrksnefnd
Engu barni skal vera kalt á fingrum í vetur er markmið vettlingasöfnunar Sölku og Eymundsson.
Mörg kunnum við að halda á prjónum og ekki er lengi verið að prjóna góða vettlinga. Auk þess er það frábær leið til að nýta garnafgangana sem hannyrðafólk á alltaf eitthvað af. Þau okkar sem ekki prjóna en eiga garn geta örugglega komið þeim í not, til dæmis í húsi Rauða krossins í Borgartúni. Þá geta aðrir sem kunna að prjóna en ekki eiga garn tekið upp þráðinn í bókstaflegri merkingu. Tekið er við vettlingum í bókaverslunum Eymundsson.
Nú skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að fitja upp og leggja þessu góða málefni lið.
14.9.2009 | 09:00
Góð búbót í vetrarforðann
Sveppatínsla frábært fjölskyldusport | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 09:05
Spennandi að sjá sprettu sumarsins
Uppskeruhátíð í Grasagarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 07:59
Hlakka til að fara í berjamó
Góð berjaspretta á Héraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 12:14
Valdimar ræktar garðinn sinn
Í Fréttablaðinu 4. júlí mátti sjá viðtal við Valdimar Örnólfsson sem er frumkvöðull á sviði líkamsræktar hér á landi. Í bakgrunni fáum við að sjá fallega matjurtagarðinn hans sem gleður greinilega líkama og sál. Lítið á slóðina http://vefblod.visir.is/index.php?s=3203&p=77055
18.6.2009 | 23:09
Landnám til ræktunar í þéttbýli
Það er víðar en á Íslandi sem land er numið til að rækta grænmeti í eða nærri þéttbýli. Nú hefur breska drottningin einnig fengið sér matjurtagarð. Vona að græna bylgjan haldi áfram að breiðast út um borgina.
Á áhugaverðri síðu "City Farmer News" má lesa nánar um þetta og margt annað sem viðkemur ræktun í þéttbýli. Ef það er eitthvað sem við eigum nóg af í flestum sveitarfélögum, þá er það land. Vonandi hafa allir áhugasamir ræktendur sem óskuðu eftir skika til ræktunar í sumar, fundið sér pláss. Og þau sem enn eru að hugsa málið geta vel fengið sér stóran blómapott á svalirnar og ræktað þar t.d. kryddjurtir, spínat eða klettasalat svo eitthvað sé nefnt. Svo sprettur graslaukur og mynta eins og arfi að sjálfsögðu.
12.6.2009 | 17:28
Menningarsögulegur matjurtagarður við Norræna húsið
Nýr matjurtagarður verður til sýnis við Norræna húsið á 17. júní.
Þetta verður fróðlegt fyrir áhugafólk um ræktun nytjajurta.
Ingólfur Guðnason hefur ráðlagt um plöntuval, en hann er margfróður um nýtanlegar jurtir úr íslenskri flóru og erlendar tegundir sem unnt er að rækta hér á landi. Hlakka til að skoða þetta.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara
Færsluflokkar
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum