11.6.2009 | 09:19
Hjúkrunarheimilið Fellsendi í Dölum hóf nú í vor eigin grænmetisræktun.
Í Morgunblaðínu í dag var sagt frá því að hjúkrunarheimilið Fellsendi í Dölum hafi í vor, fyrst íslenskra hjúkrunarheimila, hafið eigin grænmetisræktun.
Þetta er skemmtilegt framtak og kryddar örugglega tilveruna hjá þeim sem þar dvelja. Hins vegar er mér kunnugt um að annað hjúkrunarheimili hafi, hér áður fyrr, staðið fyrir ræktun á grænmeti. Það voru Klausturhólar á Kirkjubæjarklaustri. Veit ekki hvernig því er háttað nú.
Það er mikilvægt að viðhalda verkkunnáttu og þiggja það úr náttúrunni sem hægt er að nýta með viðráðanlegu vinnuframlagi. Því er slíkt frumkvæði mikilvæg hvatning til aukinnar sjálfbærni. Vonandi sprettur vel á Fellsenda í sumar.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara
Athugasemdir
Dvalar og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði hefur verið með sína grænmetisræktun í tugi ára.
En vonadi sprettur vel á Fellsenda
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.6.2009 kl. 09:27
Það er eiginlega stórmerkilegt, ef þetta er ekki gert víðar. Nú hvet ég hið ágæta starfslið Víðihlíðar í Grindavík að fara út ásamt þeim sem eru vel rólfærir og setja niður nokkar kartöflur á lóðinni. Sennilega hafa allir vistmenn sett niður kartöflur á sinni löngu ævi.
ÞJÓÐARSÁLIN, 11.6.2009 kl. 09:57
Hjúkrunarheimilið Grund ræktar líka sitt grænmeti sjálf - í Hveragerði!
Birgit Raschhofer, 11.6.2009 kl. 13:40
Flott átak hjá þeim á Fellsenda,enda hafa þau landslagið og fallegt umhverfi til þess,en ég hef grun um að þetta sé nú víðar gert,en ég gef þeim gott flaut í næstu ferð minn vestur í dali,nokkuð skemmtilegt hjá þér Lilja,að segja frá þessu,og gaman fyrir fólkið,gott mál,til hamingju,kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 11.6.2009 kl. 16:16
Já þetta er flott og gaman fyrir dvalarfólk að fá að vinna við einhvað þ.e. að taka þátt í áhugaverðum framtökum.
Valdimar Samúelsson, 12.6.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.