12.6.2009 | 17:28
Menningarsögulegur matjurtagarður við Norræna húsið
Nýr matjurtagarður verður til sýnis við Norræna húsið á 17. júní.
Þetta verður fróðlegt fyrir áhugafólk um ræktun nytjajurta.
Ingólfur Guðnason hefur ráðlagt um plöntuval, en hann er margfróður um nýtanlegar jurtir úr íslenskri flóru og erlendar tegundir sem unnt er að rækta hér á landi. Hlakka til að skoða þetta.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- Garðyrkjufélag Íslands Ýmis fróðleikur um garðyrkju, fyrir þau sem vilja strax fara að plana
- Leiðbeiningastöð heimilanna Góð ráð við heimilishald
- Íslenskar garðplöntur Garðplöntur, nýr upplýsingavefur
- Náttúran Sjá síður um matjurtaræktun og fleira
- Garðaflóra Upplýsingar um íslenskar plöntur og forræktun
- Matur - saga - menning Félag um mat í sögulegu og menningarlegu samhengi
- Býflugnavefur Býflugnabændur á Íslandi halda úti fræðsluvef
- Vistvernd í verki Vistvæn ráð m.a. um garðyrkju og moltugerð
- Breska garðyrkjufélagið - leiðbeiningar Stutt myndbönd um grænmetissáningu og ræktun
- Frilandshaven Danskir ræktendur kynna ræktun og matseld í garðinum
- Danskir nytjagarðar Þarna sjást m.a. reglugerðir um nytjagarða
- Bandarískir nytjagarðar
- Norskir nytjagarðar
- Danska garðablaðið margar fróðlegar greinar
- Heimasíða BBC um garðyrkju How to be a gardener
- Garden helper upplýsingasíða Athugið veðurfarsviðmið fyrir plöntuval
Sveitarfélög með nytjagarða
- Akureyri Akureyri undirbýr nytjagarða til útleigu í sumar
- Reykjavík Matjurtagarðar hjá Reykjavík, Skammadal og víðar
- Garðabær Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Kópavogur Upplýsingar um garðlönd og skipulag
- Mosfellsbær Mosfellsbær býður uppá garðlönd til ræktunar
- Sveitarfélagið Vogar Beð í matjurtagarði fáanleg fyrir skólabörn, fjölskyldur og eldri borgara
Athugasemdir
Sæl Lilja! Ég er sannfærður um að hægt sé að stunda vel arðbæra ræktun á allavega hollustujurtum í ilhúsum á Íslandi. Það er mikil og stöðug eftirspurn eftir "hollustujurtum" og afurðum unnum úr þeim um alla jörð.
Lifi fjalldrapinn!
Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2009 kl. 15:23
Sæll og blessaður Ásgeir.
Ég vildi gjarnan sjá meiri matjurtaræktun bæði innan húss og utan hér á landi, hjá áhugafólki og grænmetisbændum. Ilhús, sem myndu nýta heita vatnið okkar til upphitunar, ættu að vera borðleggjandi og það er ekki annað að sjá en að þar séu sóknarfæri, ég vil nefna spínat, salat og klettasalat sem dæmi um slíka vöru sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á. Tækifærin eru örugglega fleiri. Það þarf bara að grípa þau. Þarna er sígandi lukka best og margir sem eru að átta sig á þessum málum.
Með von um góðan gróanda í sumar!
Lilja Sigrún Jónsdóttir, 14.6.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.