Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Landnám til ræktunar í þéttbýli

Það er víðar en á Íslandi sem land er numið til að rækta grænmeti í eða nærri þéttbýli. Nú hefur breska drottningin einnig fengið sér matjurtagarð. Vona að græna bylgjan haldi áfram að breiðast út um borgina.

Á áhugaverðri síðu "City Farmer News" má lesa nánar um þetta og margt annað sem viðkemur ræktun í þéttbýli. Ef það er eitthvað sem við eigum nóg af í flestum sveitarfélögum, þá er það land. Vonandi hafa allir áhugasamir ræktendur sem óskuðu eftir skika til ræktunar í sumar, fundið sér pláss. Og þau sem enn eru að hugsa málið geta vel fengið sér stóran blómapott á svalirnar og ræktað þar t.d. kryddjurtir, spínat eða klettasalat svo eitthvað sé nefnt. Svo sprettur graslaukur og mynta eins og arfi að sjálfsögðu.


Menningarsögulegur matjurtagarður við Norræna húsið

Nýr matjurtagarður verður til sýnis við Norræna húsið á 17. júní.

Þetta verður fróðlegt fyrir áhugafólk um ræktun nytjajurta.

Ingólfur Guðnason hefur ráðlagt um plöntuval, en hann er margfróður um nýtanlegar jurtir úr íslenskri flóru og erlendar tegundir sem unnt er að rækta hér á landi. Hlakka til að skoða þetta.

Áhugaverður garður í Vatnsmýri


Hjúkrunarheimilið Fellsendi í Dölum hóf nú í vor eigin grænmetisræktun.

Í Morgunblaðínu í dag var sagt frá því að hjúkrunarheimilið Fellsendi í Dölum hafi í vor, fyrst íslenskra hjúkrunarheimila, hafið eigin grænmetisræktun.

Þetta er skemmtilegt framtak og kryddar örugglega tilveruna hjá þeim sem þar dvelja. Hins vegar er mér kunnugt um að annað hjúkrunarheimili hafi, hér áður fyrr, staðið fyrir ræktun á grænmeti. Það voru Klausturhólar á Kirkjubæjarklaustri. Veit ekki hvernig því er háttað nú.

Það er mikilvægt að viðhalda verkkunnáttu og þiggja það úr náttúrunni sem hægt er að nýta með viðráðanlegu vinnuframlagi. Því er slíkt frumkvæði mikilvæg hvatning til aukinnar sjálfbærni. Vonandi sprettur vel á Fellsenda í sumar.


Góðar fréttir

Frábært að sjá að ónýtt landsvæði fái þetta hlutverk. Gaman væri að sjá bændamarkaði með grænmeti víðar í borginni í sumar.
mbl.is Letigarðar í Kópavog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Lilja Sigrún Jónsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Læknir áhugasöm um lýðheilsu og samfélagsmál

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband